Erlent

Játar hótelbruna

31 árs gömul kona hefur viðurkennt að hún gæti hafa í ógáti kveikt í hótel Paris Opera sem brann til kaldra kola aðfaranótt föstudagsins. Konan hafði farið til fundar við unnusta sinn sem vann sem næturvörður á hótelinu og kveikt þar á kertum. Þegar þeim sinnaðist, að hennar sögn vegna ölvunar unnustans, rauk hún út í fússi og fleygði fötum á gólfið án þess að hirða um hvar þau lentu. Tala þeirra sem létust í brunanum er komin upp í 24 en 27 liggja enn á sjúkrahúsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×