Sport

Fyrsti sigur Leonards í tvö ár

Bandaríkjamaðurinn Justin Leonard vann fyrsta titil sinn í tæp tvö ár þegar hann bar sigur úr býtum á Bob Hope golfmótinu á bandarísku mótaröðinni í gærkvöldi. Leonard lék á 67 höggum í gær og var samtals á 28 höggum undir pari. Joe Ogilvie sem hafði þriggja högga forystu fyrir lokadaginn hafnaði í öðru sæti ásamt Tim Clark á 25 undir pari. Ogilvie hafði forystuna nánast allt mótið en fór illa að ráði sínu í gær og lék á 73 höggum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×