Segja kosningar í Írak sigur 31. janúar 2005 00:01 Sigur er það orð sem vestrænir og írakskir stjórnmálamenn nota til að lýsa kosningunum í Írak í gær. Nú bíður nýrra leiðtoga það verk að byggja upp lýðræðislegt stjórnkerfi og koma í veg fyrir sundrung. Írakar veittu uppreisnar- og hryðjuverkamönnum ráðningu í gær þegar þeir létu hótanir sem vind um eyru þjóta og flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna á hryðjuverkum. Segja má að þeim hafi tekist það sem herliðinu hefur ekki tekist enn, að grafa undan hryðjuverkamönnunum. Alls er talið að um átta milljónir manna hafi greitt atkvæði í kosningunum í gær en það eru um sextíu prósent þeirra sem voru á kjörskrá og mun betri kjörsókn en búist var við. Þrátt fyrir þetta er talið víst að andspyrnunni linni ekki og að árásirnar verði jafnvel enn fleiri þar sem hryðjuverkamenn vilji leita hefnda og refsa þeim sem kusu. Stjórnmálaskýrendur segja einnig mikið velta á súnnítum sem virðast víða hafa sniðgengið kosningarnar. Vilji er þó til þess að hafa þá með í ráðum við gerð nýrrar stjórnarskrár og taka sumir stjórnmálaleiðtogar úr röðum þeirra vel í þá hugmynd. Naser Ayef al-Ani úr Íslamistaflokki Íraks segir að verði flokki súnnita boðið að koma að gerð stjórnarskrár skorist hann ekki undan því. Raunar þurfi þeir sem semja hana ekki endilega að vera fulltrúar á allsherjarþinginu. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks og líkast til einn sigurvegara kosninganna, lýsti því yfir í dag að hann myndi gera allt sem hann gæti til að sameina Íraka af öllum trúar- og þjóðarbrotum. Þjóðverjar voru meðal þeirra sem harðastir voru í andstöðu sinni við stríðið í Írak. Þeim er nú mikið í mun að bæta samskiptin við Bandaríkin og virtist Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, á því í dag að kosningin gæfi tilefni til þess að ná víðtækri samvinnu um málefni Íraks. Hann sagði að skylda Þjóðverja gagnvart þjóðum heims og fjölþjóðahernum væri að tryggja öryggi í Írak. Þjóðir heims yrðu að vinna saman, hagsmunir þeirra færu saman hver svo sem stuðningurinn hefði verið við álitamálið um hvort rétt hefði verið að fara í stríð við Írak. Verkefnið fram undan væri að koma á lýðræði og stöðugleika í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Sigur er það orð sem vestrænir og írakskir stjórnmálamenn nota til að lýsa kosningunum í Írak í gær. Nú bíður nýrra leiðtoga það verk að byggja upp lýðræðislegt stjórnkerfi og koma í veg fyrir sundrung. Írakar veittu uppreisnar- og hryðjuverkamönnum ráðningu í gær þegar þeir létu hótanir sem vind um eyru þjóta og flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna á hryðjuverkum. Segja má að þeim hafi tekist það sem herliðinu hefur ekki tekist enn, að grafa undan hryðjuverkamönnunum. Alls er talið að um átta milljónir manna hafi greitt atkvæði í kosningunum í gær en það eru um sextíu prósent þeirra sem voru á kjörskrá og mun betri kjörsókn en búist var við. Þrátt fyrir þetta er talið víst að andspyrnunni linni ekki og að árásirnar verði jafnvel enn fleiri þar sem hryðjuverkamenn vilji leita hefnda og refsa þeim sem kusu. Stjórnmálaskýrendur segja einnig mikið velta á súnnítum sem virðast víða hafa sniðgengið kosningarnar. Vilji er þó til þess að hafa þá með í ráðum við gerð nýrrar stjórnarskrár og taka sumir stjórnmálaleiðtogar úr röðum þeirra vel í þá hugmynd. Naser Ayef al-Ani úr Íslamistaflokki Íraks segir að verði flokki súnnita boðið að koma að gerð stjórnarskrár skorist hann ekki undan því. Raunar þurfi þeir sem semja hana ekki endilega að vera fulltrúar á allsherjarþinginu. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks og líkast til einn sigurvegara kosninganna, lýsti því yfir í dag að hann myndi gera allt sem hann gæti til að sameina Íraka af öllum trúar- og þjóðarbrotum. Þjóðverjar voru meðal þeirra sem harðastir voru í andstöðu sinni við stríðið í Írak. Þeim er nú mikið í mun að bæta samskiptin við Bandaríkin og virtist Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, á því í dag að kosningin gæfi tilefni til þess að ná víðtækri samvinnu um málefni Íraks. Hann sagði að skylda Þjóðverja gagnvart þjóðum heims og fjölþjóðahernum væri að tryggja öryggi í Írak. Þjóðir heims yrðu að vinna saman, hagsmunir þeirra færu saman hver svo sem stuðningurinn hefði verið við álitamálið um hvort rétt hefði verið að fara í stríð við Írak. Verkefnið fram undan væri að koma á lýðræði og stöðugleika í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira