Sport

Heidfeld til BMW Williams

Tilkynnt var um helgina að Þjóðverjinn Nick Heidfeld væri nýr liðsmaður BMW Williams í Formúlu 1 kappakstrinum. Heidfeld verður hinum ástralska Mark Webber till fulltingis. Hann kemur í stað Brasilíumannsins Antonio Pizzonia. Frank Williams, eigandi liðsins, sagði að ákvörðunin hefði verið erfið. "Að gera upp á milli tveggja frábærra ökumanna er ekki auðvelt. Nick fékk atkvæðið okkar að þessu sinni en Antonio verður reynsluökumaður hjá okkur áfram," sagði Williams.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×