Erlent

Lifði af tvær bjarndýrsárásir

Fimmtugur maður í Alaska lenti í heldur óskemmtilegri reynslu snemma í síðustu viku þegar björn réðst á hann þar sem hann var að skokka. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi ef þetta væri ekki annað sinn sem hann verður fyrir árás bjarndýrs. Fyrir 38 árum réðst björn á hann þar sem hann var í göngutúr í skógi í Alaska en þá slapp hann með skrámur á höndum og fótum. Í síðara skiptið reyndist hann ekki eins heppinn því bæði birna og húnarnir hennar tveir slógu til mannsins með þeim afleiðingum að hann meiddist á höfði og kvið. Það fylgir þó sögunni að hann mun jafna sig fullkomlega á meiðslunum, en Reuters-fréttastofan hefur eftir bjarnasérfræðingi í Alaska að þetta sé í fyrsta sinn í sögu ríkisins sem maður lifir af tvær árásir bjarndýrs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×