Erlent

Sex drepnir við landamæri

Yfirvöld í Marokkó greindu frá því í dag að sex ólöglegir innflytjendur hefðu verið drepnir þegar þeir reyndu að komast yfir landamæri Spánar í skóglendi á norðurströnd Afríku í gærkvöld. Yfirvöld segja að hermenn hafi þurft að verja sig og því hafi mennirnir fallið en alls voru 290 handteknir í Gourougou-skóginum þar sem innflytjendur fela sig áður en þeir reyna að komast yfir víggirðingar á landamærum Spánar og Marokkós. Undanfarna daga hefur ítrekað slegið í brýnu milli hermanna sem gæta landamæranna og innflytjenda og hafa níu þúsund marokkóskir hermenn gætt landamæranna auk þess sem Spánverjar hafa fjölgað í herliði sínu hinum megin landamæranna. Ástæða þess að innflytjendurnir reyna að komast yfir landamærin er sú að þá dreymir um betra líf í Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×