Erlent

Vara við árás á jarðlest New York

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, greindi frá því í dag að hætta væri á hryðjuverkaárás á neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar á næstu dögum samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislögreglunnar. Bloomberg sagðist hafa vitað af ógninni í nokkra daga en hefði ekki greint almenningi frá því fyrr þar sem lögregla ynni að því að koma í veg fyrir slíka árás. Borgarstjórinn sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem skýrar upplýsingar bærust um að hætta væri á árás á neðanjarðarlestarkerfi New York en eins og kunnugt er var ráðist á borgina fyrir um fjórum árum þegar tveimur flugvélum var flogið á turna World Trade Center. Talsmaður alríkislögreglunnar segir að tekist hafi að „trufla“ ógnina að hluta til með leyniaðgerðum í vikunni en ógnin sé þó enn fyrir hendi. Enginn hefur þó verið handtekinn í borginni vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×