Erlent

Leita að ljótasta grænmetinu

Leitin að ljótasta grænmetinu er hafin á Bretlandi. Garðyrkjumenn eru hvattir til að senda afskræmdar gulrætur, baunir sem eru eins og tappatogari og aðrar afurðir náttúrunnar sem ekki hljóta náð fyrir augum viðkvæmra neytenda sökum þess hversu ljótar þær eru. Tilgangurinn með þessu er að sýna fram á að fallegt grænmeti bragðast ekki endilega vel og að ljótt grænmeti getur verið gott.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×