Sport

Koeman sagði af sér í hádeginu

Ronald Koeman sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri hollenska liðsins Ajax en liðinu hefur gengið illa upp á síðkastið. Uppsögnin kom í kjölfar taps Ajex gegn AJ Auxerre í Evrópubikarnum í gær, 3-1, og datt þar með úr leik. Ajax er í þriðja sæti í 1. deildinni í Hollandi, 8 stigum á eftir PSV Eindhoven sem er í fyrsta sæti. Forráðamenn Ajax tilkynntu að aðstoðarþjálfararnir Ruud Krol og Tonny Bruins Slot myndu taka við stjórn liðsins meðan að Ajax leitar að nýjum knattspyrnustjóra. "Þetta var erfið ákvörðun fyrir mig en ég kemst ekki lengra með þetta lið," sagði Koeman. "Fyrst ég er ekki drifinn áfram af keppnisskapi þá get ég ekki og ætti ekki að halda áfram sem þjálfari Ajax. Eftir þrjú ár og þrjá mánuði er komið að lokum góðrar samvinnu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×