Telur ekki að samstaða muni aukast 15. maí 2005 00:01 Útspil Norðuráls á Suðurnesjum verður ekki til þess að samstaða aukist meðal Norðlendinga um staðsetningu stóriðju, að mati framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Norðlendingar virðast samt sem áður ákveðnir í að komast aftur fram úr Suðurnesjamönnum í samkeppninni um næsta álver. Nokkur fyrirtæki höfðu kannað möguleika á uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, en Norðurál var það fyrirtæki sem lengst var komið í því starfi. Tveir staðir koma helst til greina, vestanverður Eyjafjörður og Húsavík. Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir greinilegt að Suðurnesjamenn ætli að blanda sér í baráttuna um þennan bita og kjósi að gera það með fréttatilkynningum. Þetta komi ekki á óvart en það komi meira á óvart að Norðurál, sem hafi rætt við Eyfirðinga og Húsvíkinga, taki ákveðna afstöðu í málinu með viljayfirlýsingunni. Magnús Þór telur ekki forsendur fyrir því að byggja tvö álver samtímis. Ekki Húsvíkingar heldur. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík segir að það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær að hún vonaði að þetta yrði til þess að þrýsta á um aukna samstöðu meðal Norðlendinga. Magnús Þór telur að fréttirnar af Suðurnesjum geti varla haft þau áhrif. Staðan sé þannig á Norðurlandi að það séu tveir staðir í boði og Norðlendingar hafi í raun sáralítið um það að segja hvar stóriðjan verði staðsett. Þingeyingar eru enn sannfærðir um að næsta álver eigi best heima hjá þeim. Reinhard segir að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í héraði þeirra. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Útspil Norðuráls á Suðurnesjum verður ekki til þess að samstaða aukist meðal Norðlendinga um staðsetningu stóriðju, að mati framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Norðlendingar virðast samt sem áður ákveðnir í að komast aftur fram úr Suðurnesjamönnum í samkeppninni um næsta álver. Nokkur fyrirtæki höfðu kannað möguleika á uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, en Norðurál var það fyrirtæki sem lengst var komið í því starfi. Tveir staðir koma helst til greina, vestanverður Eyjafjörður og Húsavík. Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir greinilegt að Suðurnesjamenn ætli að blanda sér í baráttuna um þennan bita og kjósi að gera það með fréttatilkynningum. Þetta komi ekki á óvart en það komi meira á óvart að Norðurál, sem hafi rætt við Eyfirðinga og Húsvíkinga, taki ákveðna afstöðu í málinu með viljayfirlýsingunni. Magnús Þór telur ekki forsendur fyrir því að byggja tvö álver samtímis. Ekki Húsvíkingar heldur. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík segir að það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær að hún vonaði að þetta yrði til þess að þrýsta á um aukna samstöðu meðal Norðlendinga. Magnús Þór telur að fréttirnar af Suðurnesjum geti varla haft þau áhrif. Staðan sé þannig á Norðurlandi að það séu tveir staðir í boði og Norðlendingar hafi í raun sáralítið um það að segja hvar stóriðjan verði staðsett. Þingeyingar eru enn sannfærðir um að næsta álver eigi best heima hjá þeim. Reinhard segir að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í héraði þeirra. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira