Erlent

Sprengja slasar tvo í Tyrklandi

Að minnsta kosti tveir slösuðust í sprengingu á kaffihúsi í Istanbul seint á laugardagskvöld. Lögreglan telur að sprengjan hafi annað hvort verið sprengd með fjarstýringu eða búin tímastilli. Sprengt var á vinsælum ferðamannastað við Galata-brúna. Hollendingur og tyrkneskur starfsmaður á kaffihúsinu særðust í sprengingunni. Lögreglan segist gruna kúrdíska uppreisnarmenn um ódæðið en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprenginganna. Á laugardag fyrir viku síðan sprakk sprengja á fjölmennri strönd við Eyjahaf og varð fimm að bana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×