Lífið

Frjósamir fuglar á Kumbaravogi

Það er mikil frjósemi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Fagrir fagurgalar fjölga sér ört hjá heimilisfólkinu og vekja jafnan mikla lukku. Irma Geirsson kemur frá Þýskalandi og flutti til Íslands árið 1949, 29 ára gömul. Hún býr á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri og á afskaplega ástfangið fuglapar. Fuglaparið hennar Irmu hefur eignast tólf unga, fimm þeirra búa hjá heimilisfólkinu á Kumbaravogi og starfsmenn hafa tekið sjö í fóstur. Margir fylgjast vel með fuglunum á setustofunni en starfsmaður Kumbaravogs sér um þá. Heimilisfólkið er flest af þeirri kynslóð sem ólst upp í kringum dýrin í sveitinni og þykir því skemmtilegt að hafa þau nálægt. Margir fylgjast vel með fuglunum á setustofunni en starfsmaður Kumbaravogs sér um þá. Heimilisfólkið er flest af þeirri kynslóð sem ólst upp í kringum dýrin í sveitinni og þykir því skemmtilegt að hafa þau nálægt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.