Erlent

Tilræðismaður slasast í Kaíró

Lítil sprengja sprakk í suðvestuhluta Kaíró í dag. Ekki slösuðust aðrir en maðurinn sem bar sprengjuna og litlar skemmdir urðu á byggingum. Sprengjan var frumstæð naglasprengja og sprakk í anddyri hús sprengjumannsins þegar hann var á leið inn til sín. Ekki er vitað hvort sprengjumaðurinn tengist árásinni í gær. Í apríl síðastliðnum gerðu íslamskir öfgahópar tvær sjálfsmorðárásir í Kaíró og var þeim báðum beint að ferðamönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×