Innlent

Að minnsta kosti einn slasaður

Eldur kviknaði í flugeldasölu í í húsnæði björgunarsveitarinnar í Hveragerði í dag. Einn maður er slasaður en lítið var af fólki á staðnum þegar eldurinn kom upp. Talsverður eldur er í byggingunni en Slökkvilið í Hveragerði og á Selfossi er á staðnum. Þá var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sett í viðbragðsstöðu. Lögreglan hefur girt svæðið af vegna sprengihættu en eldurinn mun hafa kviknað eftir að sprenging varð í byggingunni.



MYND/Kiddi rót

"Ég var inni á Kaffi Kidda Rót þegar ég heyrði sprengingar. Það drundi svo mikið að ég hljóp út og sá þá reykinn stíga upp. Um líkt leyti kom slökkviliðsstjórinn út úr Bónus og saman rukum við af stað," sagði Kristinn T. Haraldsson í samtali við Vísi.

"Þegar við komum að stóðu eldtungur upp úr þakinu og flugeldar voru út um allt," sagði Kristinn.

Allur búnaður björgunarsveitarinnar var inni í húsnæðinu, þar á meðal bifreið björgunarsveitarinnar og er allt ónýtt.



MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót
MYND/Kiddi rót



Fleiri fréttir

Sjá meira


×