Innlent

Niðurstaða komin í leikskólakennaradeiluna

Mynd/E.Ól

Kjaradeila leikskólakennara og borgaryfirvalda tók á sig nýja mynd í dag á fundi deilenda í Ráðhúsinu. Niðurstaðan varð sú að deilendur fá þriggja vikna andrými til að leysa deiluna og móta hugmyndir um kjör leikskólakennara sem lagðar verði fyrir Launamálaráðstefnu sveitarfélaga þann 20. janúar næstkomandi.

Leikskólakennarar fjölmenntu í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag til að sýna samstöðu í kjarabaráttu sinni. Það var þungt hljóð í mörgum þeirra fyrir fund fulltrúa þeirra og borgarstjóra og það spurðist út að fjórir leikskólakennarar hefðu þegar sagt upp störfum fyrir fundinn.

Að loknum fundi Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra og fulltrúa leikskólakennara þeim Björgu Bjarnadóttur og Þresti Brynjarssyni niðurstaða fundarins kynnt.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×