Innlent

Fer yfir í Sjálfstæðisflokkinn

Oktavía Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri tilkynnti í dag að hún hefði sagt skilið við flokkinn og hygðist þess í stað ganga í raðir Sjálfstæðismanna. Hún segir ákvörðunina tekna að vel yfirlöguðu ráði og byggi á því mati hennar að Samfylkingin verði seint sá frjálslyndi og framsækni jafnaðarmannaflokkur sem hún og aðrir kratar reiknuðu með í upphafi. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn, undir forystu Geirs Haarde, hins vegar góðan kost fyrir frjálslynda jafnaðarmenn. Samfylkingin á Akureyri fékk einungis einn bæjarfulltrúa kjörinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum og er flokkurinn því nú fulltrúarlaus í bæjarstjórn.

Oktavía hyggst ekki segja af sér heldur sitja áfram í bæjarstjórn Akureyrar og ganga til liðs við meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×