Innlent

Skora á menntamálaráðherra

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, skorar á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, að leita leiða til að tryggja rekstrargrundvöll Háskólans á Akureyri svo skólinn haldi sterkri stöðu sinni. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kom fram að tekjur á hvern háskólanema eru um 30% lægri við Háskólann á Akureyri en við Háskóla Íslands. Þetta er að mati okkar óásættanlegt og þarf að leiðrétta. Háskólinn á Akureyri hefur sýnt að hann á betra skilið. Við tökum undir orð Þorsteins Gunnarssonar rektors um að staða mála sé óásættanleg, auka þarf möguleika skólans til að afla sértekna, framlag til rannsókna þarf að hækka og húsaleigukostnað vegna Borga þarf að bæta. Við skorum á ráðherra að taka til sinna ráða því HA skiptir norðlenskt samfélag miklu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×