Innlent

Kjaradómur endurskoði ákvörðun sína

MYND/Valli

Ríkisstjórnin hefur óskað eftir því að Kjaradómur endurskoði ákvörðun sína um hækkun launa þingmanna og ráðherra. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tilkynnti forsvarsmönnum aðila vinnumarkaðarins þessa ákvörðun á fundi í Ráðherrabústaðnum klukkan tvö í dag.

Forsætisráðherra sagði jafnframt að ríkisstjórninni þætti ekki eðlilegt að framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið hefðu afskipti af kjörum dómara, en kjaradómur ákvað sömu hækkun launa hjá héraðsdómurum og hæstaréttardómurum. Halldór segir að ríkisstjórnin muni einnig láta hefja athugun á því hvort ekki sé hægt að breyta fyrirkomulagi við ákvörðun launa þingmanna og ráðherra. Ráðherrann sagðist hafa rætt þessi mál við forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna og við forseta Alþingis. Hann og Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, voru báðir sammála um að ekki væri þörf á að kalla þing saman vegna þessa máls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×