Innlent

Akranes tengist leiðarkerfi Strætó

Heiða Helgadóttir
Á morgun verða undirritaðir samningar um almenningssamgöngur á milli Reykjavíkur og Akraness, en þessir samningar hafa verið í burðarliðnum um nokkurt skeið. Annars vegar verður undirritaður samningur á milli Akraneskaupstaðar og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur á milli Reykjavíkur og Akraness og hins vegar verður undirritaður samningur Akraneskaupstaðar og Strætó bs. um tengingu Akraness við leiðakerfi Strætó. Verða þá farnar rúmlega áttatíu ferðir á viku milli Reykjavíkur og Akraness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×