Innlent

Mörg gæludýr þurfa róandi lyf

Það styttist í áramótin og hunda, katta og hrossaeigendur eru margir hverjir farnir að huga að úrræðum fyrir dýr sín sem mörg hver hræðast flugeldana og hávaðann sem þeim fylgir. Sumir kaupa róandi lyf fyrir hunda sína en þess gerist þó ekki þörf fyrir alla hunda.

Það eru einkum hundar, kettir og hestar sem hræðast flugelda og sprengingar hverskonar sem fylgja áramótunum. En hvaða er hægt að gera til að koma í veg fyrir ofsahræðslu hjá dýrunum?

Ólöf Loftsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Víðidal segir það einkum vera hundana sem hræðast flugelda og hávaða á áramótunum. Hægt sé að fá róandi lyf fyrir dýrin en hún mælir þó með að hundaeigendur reyni að venja hunda sína við látunum þegar þeir eru ungir svo ekki þurfi að gefa þeim róandi lyf en ekki nærri allir hundar þurfa róandi lyf í tilefni áramótanna.

Það eru þó líka hross sem verða stundum hrædd við flugeldana. Ólöf segir marga gefa hrossunum seint og jafnvel hafa kveikt ljós í hesthúsum eða kveikt á útvarpi til að draga athygli hrossanna frá hávaðanum. Þá segir hún dæmi þess að menn hafi eytt áramótunum með hrossum sínum á meðan mesti hávaðinn stendur yfir til þess að hrossin verði rólegri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×