Innlent

Eldur í bíl

MYND/Valli

Eldur kom upp í metangasbíl á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar rétt fyrir klukkan þrjú. Bílstjórinn var einn í bílnum og kom sér sjálfur úr bílnum áður en mikill eldur braust út. Útkallið kom um tíu mínútur í þrjú og gekk greiðlega að slökkva eldinn. En aðeins tók um fjórar mínútur að slökka eldinn.

Loka varð Miklubraut til vesturs um tíma vegna eldsins en um skeið skíðlogaði í vélarrúmi bílsins sem er mikið skemmdur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×