Innlent

Seldu fleiri íbúðir en í meðalviku

Í síðustu söluviku fyrir jól seldist fjórtán fasteignum meira en í meðalviku.
Í síðustu söluviku fyrir jól seldist fjórtán fasteignum meira en í meðalviku. MYND/Vilhelm

Fleiri fasteignir seldust á höfuðborgarsvæðinu í síðustu söluviku fyrir jól en nemur meðalsölu síðustu tólf vikurnar sem á undan komu. 185 fasteignir seldust í síðustu viku og var meðalverð þeirra 23 milljónir króna, tæpum fjórum milljónum lægra en í meðalviku.

Fasteignasala á Akureyri var álíka og í meðalviku en á Árborgarsvæðinu seldust helmingi færri íbúðir en venja er til og meðalverðið fjórtán milljónir króna, þremur milljónum undir meðalverði síðustu tólf vikna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×