Ákvörðun Kjaradóms ábyrgðarleysi og skapar þrýsting 23. desember 2005 12:18 MYND/E.Ól Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að ákvörðun Kjaradóms um launahækkun æðstu embættismanna sé tekin af algeru ábyrgðarleysi og skapi þrýsting á vinnumarkaði. Ef ákvörðunin fái að standa grafi það undan getu og vilja verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímasamningum. Gylfi Arnbjörnsson segir að á sama tíma og almennt launafólk hafi fengið launahækkanir á þessu ári upp á fimm til sex prósent, sé kjaradómur að ákveðja ríflega ellefu prósenta hækkun til alþingismanna. Þetta sé algerlega órökstudd hækkun og það sé alvarlegt að almenningur og félagasamtök þurfi yfirleitt að óska eftir upplýsingum um ákvörðun kjaradóms og rökstuðningi, í stað þess að kjaradómur og kjaranefnd upplýsi almenning að fyrra bragði eins og eðlilegt verði að teljast. Kjaradómur sé ekki hluti af dómsvaldinu, heldur hluti af stjórnsýslunni. Í hádegisviðtalinu á NFS í gær sagði Gylfi að það vekti athygli að kjaradómur velji sér ólíka viðmiðunarhópa hverju sinni. Þeir forystumenn þjóðarinnar sem teldu að það samrýmdist ekki þeirri stefnu ASÍ að launabreytingar væru af þessum takti njóti þeirra sjálfir. Hvernig ætli þeir að nálgast það ef taka eigi sameiginlega á efnahagsvanda hér. Gylfi segir að hvort sem mönnum líki betur eða ver, skapi ákvörðun kjaradóms viðmiðun fyrir aðra á vinnumarkaðnum og hafi áhrif á trúverðugleika stjórnmálanna. Ef þessi ákvörðun fái að standa, grafi það bæði undan getu og áhuga verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímalausnum á vinnumarkaðnum. Áhrifin séu því afgerandi. Annaðhvort sé ein þjóð hér á landi sem deili kjörum eða þá að hún sé tví- eða margskipt og þá verði allir að hugsa um sinn hag. Hann spyr hvort það sé ekki það sem gerist núna, hvort allir muni ekki banka upp á hjá sinum atvinnurekanda og krefjast betri launa. Hann telji því að vegna þessarar ákvörðunar Kjaradóms skapist talsverður þrýstingur og ákvörðunin sé mikið ábyrgðarleysi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að ákvörðun Kjaradóms um launahækkun æðstu embættismanna sé tekin af algeru ábyrgðarleysi og skapi þrýsting á vinnumarkaði. Ef ákvörðunin fái að standa grafi það undan getu og vilja verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímasamningum. Gylfi Arnbjörnsson segir að á sama tíma og almennt launafólk hafi fengið launahækkanir á þessu ári upp á fimm til sex prósent, sé kjaradómur að ákveðja ríflega ellefu prósenta hækkun til alþingismanna. Þetta sé algerlega órökstudd hækkun og það sé alvarlegt að almenningur og félagasamtök þurfi yfirleitt að óska eftir upplýsingum um ákvörðun kjaradóms og rökstuðningi, í stað þess að kjaradómur og kjaranefnd upplýsi almenning að fyrra bragði eins og eðlilegt verði að teljast. Kjaradómur sé ekki hluti af dómsvaldinu, heldur hluti af stjórnsýslunni. Í hádegisviðtalinu á NFS í gær sagði Gylfi að það vekti athygli að kjaradómur velji sér ólíka viðmiðunarhópa hverju sinni. Þeir forystumenn þjóðarinnar sem teldu að það samrýmdist ekki þeirri stefnu ASÍ að launabreytingar væru af þessum takti njóti þeirra sjálfir. Hvernig ætli þeir að nálgast það ef taka eigi sameiginlega á efnahagsvanda hér. Gylfi segir að hvort sem mönnum líki betur eða ver, skapi ákvörðun kjaradóms viðmiðun fyrir aðra á vinnumarkaðnum og hafi áhrif á trúverðugleika stjórnmálanna. Ef þessi ákvörðun fái að standa, grafi það bæði undan getu og áhuga verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímalausnum á vinnumarkaðnum. Áhrifin séu því afgerandi. Annaðhvort sé ein þjóð hér á landi sem deili kjörum eða þá að hún sé tví- eða margskipt og þá verði allir að hugsa um sinn hag. Hann spyr hvort það sé ekki það sem gerist núna, hvort allir muni ekki banka upp á hjá sinum atvinnurekanda og krefjast betri launa. Hann telji því að vegna þessarar ákvörðunar Kjaradóms skapist talsverður þrýstingur og ákvörðunin sé mikið ábyrgðarleysi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira