Ákvörðun Kjaradóms ábyrgðarleysi og skapar þrýsting 23. desember 2005 12:18 MYND/E.Ól Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að ákvörðun Kjaradóms um launahækkun æðstu embættismanna sé tekin af algeru ábyrgðarleysi og skapi þrýsting á vinnumarkaði. Ef ákvörðunin fái að standa grafi það undan getu og vilja verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímasamningum. Gylfi Arnbjörnsson segir að á sama tíma og almennt launafólk hafi fengið launahækkanir á þessu ári upp á fimm til sex prósent, sé kjaradómur að ákveðja ríflega ellefu prósenta hækkun til alþingismanna. Þetta sé algerlega órökstudd hækkun og það sé alvarlegt að almenningur og félagasamtök þurfi yfirleitt að óska eftir upplýsingum um ákvörðun kjaradóms og rökstuðningi, í stað þess að kjaradómur og kjaranefnd upplýsi almenning að fyrra bragði eins og eðlilegt verði að teljast. Kjaradómur sé ekki hluti af dómsvaldinu, heldur hluti af stjórnsýslunni. Í hádegisviðtalinu á NFS í gær sagði Gylfi að það vekti athygli að kjaradómur velji sér ólíka viðmiðunarhópa hverju sinni. Þeir forystumenn þjóðarinnar sem teldu að það samrýmdist ekki þeirri stefnu ASÍ að launabreytingar væru af þessum takti njóti þeirra sjálfir. Hvernig ætli þeir að nálgast það ef taka eigi sameiginlega á efnahagsvanda hér. Gylfi segir að hvort sem mönnum líki betur eða ver, skapi ákvörðun kjaradóms viðmiðun fyrir aðra á vinnumarkaðnum og hafi áhrif á trúverðugleika stjórnmálanna. Ef þessi ákvörðun fái að standa, grafi það bæði undan getu og áhuga verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímalausnum á vinnumarkaðnum. Áhrifin séu því afgerandi. Annaðhvort sé ein þjóð hér á landi sem deili kjörum eða þá að hún sé tví- eða margskipt og þá verði allir að hugsa um sinn hag. Hann spyr hvort það sé ekki það sem gerist núna, hvort allir muni ekki banka upp á hjá sinum atvinnurekanda og krefjast betri launa. Hann telji því að vegna þessarar ákvörðunar Kjaradóms skapist talsverður þrýstingur og ákvörðunin sé mikið ábyrgðarleysi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að ákvörðun Kjaradóms um launahækkun æðstu embættismanna sé tekin af algeru ábyrgðarleysi og skapi þrýsting á vinnumarkaði. Ef ákvörðunin fái að standa grafi það undan getu og vilja verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímasamningum. Gylfi Arnbjörnsson segir að á sama tíma og almennt launafólk hafi fengið launahækkanir á þessu ári upp á fimm til sex prósent, sé kjaradómur að ákveðja ríflega ellefu prósenta hækkun til alþingismanna. Þetta sé algerlega órökstudd hækkun og það sé alvarlegt að almenningur og félagasamtök þurfi yfirleitt að óska eftir upplýsingum um ákvörðun kjaradóms og rökstuðningi, í stað þess að kjaradómur og kjaranefnd upplýsi almenning að fyrra bragði eins og eðlilegt verði að teljast. Kjaradómur sé ekki hluti af dómsvaldinu, heldur hluti af stjórnsýslunni. Í hádegisviðtalinu á NFS í gær sagði Gylfi að það vekti athygli að kjaradómur velji sér ólíka viðmiðunarhópa hverju sinni. Þeir forystumenn þjóðarinnar sem teldu að það samrýmdist ekki þeirri stefnu ASÍ að launabreytingar væru af þessum takti njóti þeirra sjálfir. Hvernig ætli þeir að nálgast það ef taka eigi sameiginlega á efnahagsvanda hér. Gylfi segir að hvort sem mönnum líki betur eða ver, skapi ákvörðun kjaradóms viðmiðun fyrir aðra á vinnumarkaðnum og hafi áhrif á trúverðugleika stjórnmálanna. Ef þessi ákvörðun fái að standa, grafi það bæði undan getu og áhuga verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímalausnum á vinnumarkaðnum. Áhrifin séu því afgerandi. Annaðhvort sé ein þjóð hér á landi sem deili kjörum eða þá að hún sé tví- eða margskipt og þá verði allir að hugsa um sinn hag. Hann spyr hvort það sé ekki það sem gerist núna, hvort allir muni ekki banka upp á hjá sinum atvinnurekanda og krefjast betri launa. Hann telji því að vegna þessarar ákvörðunar Kjaradóms skapist talsverður þrýstingur og ákvörðunin sé mikið ábyrgðarleysi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira