Innlent

Félagsmálaráðherra neitar að tjá sig efnislega um dóm Hæstaréttar

Mynd/GVA
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, neitar að tjá sig efnislega um dóm Hæstaréttar í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur gegn ríkinu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna gagnrýndi ráðherran harðlega á Alþingi í dag.

Steingrímur sagði dóminn vera sigur fyrir Valgerði, jafnréttisbáráttuna og dómskerfið en áfall fyrir félagsmálaráðherra og ráðuneytið. Þá gaf Steingrímur til kynna að ráðherran ætti að segja af sér.

Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagðist ekki ætla að fara efnislega út í dóminn en það hefði komið sér á óvart hvernig hann féll þar sem dómur Héraðsdóms hefði fallið á allt annan veg en Héraðsdómur dæmdi að málið skyldi látið niður falla. Árni sagðist þó vera ánægður með að málinu væri lokið og óskaði Valgerði velfarnaðar í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×