Innlent

Efni í sálfræðiathugun

Þingmaður vinstri grænna segir afstöðu ríkisstjórnarinnar til Mannréttindaskrifstofu Íslands viðfangsefni fyrir sálfræðinga. Þingheimur samþykkti fjárlögin með 28 atkvæðum. Tuttugu og fjórir þingmenn sátu hjá. Meirihlutinn felldi allar breytingartillögur minnihlutans.

Meirihlutinn þingsins felldi allar breytingartillögur sem minnihlutinn lagði fram í því skyni að draga úr þenslu og misrétti. Og sú breytingartillaga stjórnarandstöðunnar að framlög til Mannréttindaskrifstofunnar um átta milljónir sem eru nú á forræði Dómsmálaráðuneytisins yrðu eyrnamerkt skrifstofunni sérstaklega en fjöldi félagasamtaka hefur skorað á stjórnvöld að tryggja það.

Tillagan var felld með þrjátíu atkvæðum gegn tuttugu og fjórum.

Ögmundur Jónasson sagði málið eitt það vesælasta sem ríkisstjórnin hefði staðið fyrir.

"Málið er verðugt verkefni fyrir áhugamenn um sálarfræði," sagði Ögmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×