Erlent

Staðfest samvist á Bretlandseyjum

Hundruð samkynhneigðra para streymdu á skráningarskrifstofur í Bretlandi í gær og sóttu um að fá að staðfesta samvist sína. Staðfest samvist mun veita samkynhneigðum pörum sömu réttarstöðu og giftu fólki og er það mikil réttarbót. Þetta er í fyrsta sinn sem samkynhneigðum er heimilt að staðfesta samvist sína á Bretlandseyjum og er búist við að um 22.000 manns muni gera slíkt á næstu fimm árum. Tónlistarmaðurinn Sir Elton John og maki hans til margra ára, David Furnish, voru með þeim fyrstu til að sækja um leyfi til að staðfesta samvist sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×