Erlent

Frönskum verkfræðingi rænt í Bagdad

Uppreisnarmenn í Írak rændu í morgun frönskum verkfræðingi í Bagdad. Að sögn vitna var maðurinn á leiðinni inn í íbúð sína þegar sjö vopnaðir menn stormuðu út úr tveim bílum og handsömuðu manninn. Undanfarna tíu daga hafa uppreisnarmenn í Írak rænt fimm vesturlandabúum og allir eru þeir enn í haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×