Erlent

Abbas býður páfa í heimsókn

Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, hefur boðið Benedikt páfa sextánda, að heimsækja landið helga. Abbas sagði í lok einkaáheyrnar páfa í Páfagarði að hann væri velkominn til Jerúsalem og annarra helgistaða. Ísraelsmenn hertóku arabíska hlutann í austur Jerúsalem árið 1967 og innlimuðu hann sem hluta af höfuðborg Ísraelsríkis. Í Austur Jerúsalem er grátmúrinn, einn mesti helgistaður Gyðinga, múslima og kristinna manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×