Erlent

Breytingartillögur á stjórnarskrá Kenýa felldar í gær

Breytingartillögur á stjórnarskránni í Kenya voru felldar í gær. Úrslitin eru áfall fyrir forseta Kenýa, Mwai Kibaki, sem barðist fyrir breytingartillögunum. Tölur sem bárust í morgun gefa til kynna að 3,2 milljónir manna hafi kosið gegn breytingartillögunum og 2,2 milljónir með henni. Þá á eftir að telja um 850.000 atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×