Innlent

Aukinn alheimsáhugi á dularfullri starfsemi CIA

MYNDDV

Athygli umheimsins beinist í sífellt vaxandi mæli að dularfullri starfsemi CIA. Engin svör berast hins vegar frá bandarískum stjórnvöldum.

Fjölmiðlar um allan heim fjalla um ólöglegt fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA í dag, og þrýstingurinn á stjórnvöld vestan hafs vex dag frá degi enda hafa fjölmargar ríkisstjórnin nú með einum eða öðrum hætti krafist svara um flugið og sums staðar hafnar opinbera rannsóknir. Finnar bættust í hóp þeirra sem rannsaka málin í dag. Utanríkisráðherrann Erkki Toumioja sagði að vísu ekki ástæðu til að ætla að lögbrot hefðu verið framin, en hann vildi vera viss.

John Sifton, sérfræðingur hjá Human Rights Watch, hefur rannsakað flugferðirnar og segir engan vafa leika á því að skúffufyrirtækin séu á vegum CIA og flytji fanga leyniþjónustunnar þangað sem hægt er að beita þá harðræði:

En hryðjuverkabarátta CIA á sér fleiri birtingarmyndir. Washington Post greindi fyrir skömmu frá leynifangelsum, svokölluðum "svörtum stöðum", í átta löndum, meðal annars í Austur-Evrópu. Í dag greinir blaðið svo frá því að leyniþjónustan reki tíu miðstöðvar víðsvegar um heim í samvinnu við aðrar leyniþjónustur þar sem aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum eru samhæfðar. Þar er meðal annars ákveðið hvenær og hvernig góma á meinta hryðjuverkamenn, hvernig og hver eigi að yfirheyra þá og hvernig hægt sé að spilla stuðningsneti al-Qaeda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×