Innlent

Hundrað börn slösuðust við fall úr kerru

100 börn slösuðust á síðasta ári við fall úr innkaupakerrum í matvöruverslunum og sum þeirra alvarlega. Lýðheilsustöðin, Árvekni og Slysavarnafélagið Landsbjörg blása nú til herferðar til að fækka slíkum slysum.

Fall úr innkaupakerru ofan á hart gólf matvöruverslana er hátt fall fyrir lítið barn. Dæmi eru um það að börn hafi hlotið varanlega skaða eftir fall úr kerrum.

En það eru ekki einungis foreldrar sem þurfa að passa upp á börnin sín í kerrunum. Einnig er mikilvægt að verslunareigendur tryggi að kerrurnar séu í góðu ástandi. Til dæmis að hjól séu hreinsuð reglulega og að allar kerrur séu útbúnar öruggum barnasætum og beltum. Lýðheilsustöðin og Landsbjörg hafa útbúið leiðbeiningar til handa foreldrum og verslunum um það hvernig tryggja beri öryggi barna í kerrum. Verða leiðbeiningarnar á boðstólum verlsana um land allt og veggspjöld sem hvetja foreldra til að sýna aðgætni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×