Lífið

Jólaljósin tendruð á Oxford

Verslunargatan Oxfordstræti í London var lokuð í um fjórar klukkustundur í gær meðan kveikt var á jólaljósum. Hjá mörgum Lundúnarbúum er það fastur liður að fylgjast með því þegar kveikt er á ljósunum í Oxfordstræti, enda um íburðarmiklar skreytingar að ræða.

Í kringum tíu þúsund manns kom saman í gær og fjölmennt lögreglulið var einnig á svæðinu. Það var írska strákabandið Westlife sem sá um að að kveikja á ljósunum og tóku þeir lagið af því tilefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.