Innlent

Fékk í sig 11 þúsund volta straum

Starfsmaður Rarik slasaðist alvarlega við vinnu sína uppi í háspennustaur í Blöndudal í gær þegar hann fékk í sig ellefu þúsund volta straum. Maðurinn skaðbrenndist á fæti þegar strauminn leiddi þar út en þrátt fyrir það tókst honum að komast hjálparlaust niður úr staurnum. Hann var fyrst fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi og þaðan á Landsspítalann í Reykjavík. Lögregla og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög slyssins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×