Innlent

Banaslys í álverinu í Straumsvík

Banaslys varð í álverinu í Straumsvík í dag þegar tæplega fertugur karlmaður féll átján metra ofan af þaki kerskála. Talið er að hann hafi látist samstundis. Maðurinn starfaði hjá vertakafyrirtæki sem sá um viðgerðir á þakklæðingu á kerskálanum. Þrír menn voru á þakinu þegar slysið varð. Vinnueftirlitið og rannsóknarlögreglumenn unnu að rannsókn síðdegis. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins var maðurinn með öryggisbelti og línu, en línan var hins vegar ekki fest í handrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×