Innlent

Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins funda eftir hádegi

Ákveðið hefur verið að svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífisins og ASÍ komi enn saman eftir hádegi í dag eftir fundahöld um helgina. Samningamenn túlka þetta svo að enn sé grundvöllur til viðræðna og að samkomulag geti hugsanlega náðst, áður en frestur til þess rennur út á miðnætti á morgun. Ekki liggur þó enn fyrir með hvaða hætti ríkisvaldið ætlar að koma að þvi að greiða fyrir því að núgildandi samningar haldi áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×