Innlent

Flug að hefjast á ný

Veður lá niðri í morgun vegna ísingar yfir landinu.
Veður lá niðri í morgun vegna ísingar yfir landinu.

Ekkert hefur var flogið innanlands í morgun vegna veðurs. Veðurstofan gaf út viðvörun um ísingu yfir landinu og því seinkaði fjórum ferðum í morgun. Nú er hins vegar að rofa til og flugið að hefjast.

Fyrsta vél í loftið fer til Ísafjarðar stundarfjórðung yfir tólf og flogið verður til Akureyrar klukkan eitt. Þá er verið að athuga með flug til Egilsstaðar klukkan eitt.

Þá varar Vegagerðin við því að flughált sé á Mývatnsheiði, Mývatnsöræfum, Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Mýrdalssandi. Hálka eða hálkublettir eru á Suðurlandi, Vesturlandi og á Norðurlandi. Hálka, snjóþekja og éljagangur víða á Vestfjörðum, Norðaustur og Austurlandi, og er mokstur þar hafinn. Öxi er ófær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×