Innlent

Gelda á útigangandi fressketti

Kattaeigendur í Reykjavík þurfa að láta örmerkja ketti sína og gelda fress eldri en sex mánaða eigi þeir að fá að fara út. Þetta hefur verið samþykkt í borgarráði.

Ný samþykkt um kattahald hefur tekið gildi. Kattaeigendum er skilt að örmerkja ketti sína og tilkynna borginni um númer á kettinum svo vitað sé hver á hvað kött. Þá þurfa fresskettir sem ganga lausir utandyra að vera geldir.

Brugist verður við kvörtunum vegna katta og haft samband við eigendur. Ef ónæði af völdum kattarins minnar ekki í kjölfarið verður farið með hann í Kattholt og eru hugmyndir um að handsömunarkjald, fóður og vistun fyrsta sólahringinn muni kosta fimm þúsund krónur.

Brugist verður við kvörtunum vegna katta og haft samband við eigendur. Ef ónæði af völdum kattarins minnar ekki í kjölfarið verður farið með hann í Kattholt og eru hugmyndir um að handsömunarkjald, fóður og vistun fyrsta sólahringinn muni kosta fimm þúsund krónur.

Guðmundur Friðriksson hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar segir reglur um kattahald meðal annars settar til að stemma stigum við óhóflega fjölgun katta í borginni. Hann segir reglurnar líka fá fólk til að hugsa sig vel um þegar það fær sér kött því að fá sér slíkan heimilisvin er langtíma skuldbinding.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×