Innlent

24 árekstrar í Reykjavík í dag

MYND/GVA

Tuttugu og fjórir árekstrar hafa orðið í Reykjavík í dag. Þar á meðal varð einn fjöggura bíla árekstur fyrir utan Stjórnarráðið skömmu eftir hádegi. Þá rann fólksbíll á ljósastaur á Hverfisgötu og er bæði bifreiðin og staurinn töluvert laskað. Orsök flestra árekstranna má rekja til hálku að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík. Engin slys hafa þó orðið á fólki í óhöppunum. Tveir minniháttar árekstrar hafa orðið í Kópavogi í dag og einn í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði. Að sögn lögreglunnar í Keflavík hafa engin umferðaróhöpp orðið þar í bæ í dag, enda engin hálka á götum líkt og víða á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×