Innlent

Kaupmáttur fólks í byggingarstarfsemi og verslun eykst

Laun í iðnaði, byggingarstarfssemi, mannvirkjagerð, verslun og viðgerðarþjónustu hækkuðu að meðaltali um 5,4 prósent frá þriðja ársfjórðungi í fyrra, til jafnlengdar í ár. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 4 prósent. Samkvæmt því jókst kaupmáttur launa á tímabilinu að meðaltali um 1,4 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Launahækkanir annarra starfsstétta voru á bilinu fjögur og hálft til sex prósent, en yfir meðallagi hjá verkafólki, eða um sex prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×