Innlent

Laugavegurinn opnaður í dag

Laugavegur milli Snorrabrautar og Barónsstígs verður opnaður fyrir bílaumferð klukkan fjögur í dag, og verður það í fyrsta sinn í þrjá mánuði sem almenningur getur keyrt þar um.

Framkvæmdum við Laugaveg er þó ekki lokið þar sem gangstéttar sitthvorum megin götunnar verða ekki að fullu frágengnar fyrr en eftir tvær vikur. Fyrst um sinn mega gangandi vegfarendur því sætta sig við að ganga á möl öðru hvoru megin götunnar eða á Laugavegi sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×