Innlent

Ætla að reyna að slá heimsmet í jó-jói

500 Kópavogsbúar ætla að freista þess að slá heimsmetið í jó-jói í Smáralindinni nú um helgina, í tilefni útkomu heimsmetabókar Guinness 2006.

Fyrra metið eiga Írar en þá jó-jóuðu alls 426 Írar saman í tvær mínútur. Í félagi við skólafélag Menntaskólans í Kópavogi, Vífilfell og Smáralind ætlar Edda útgáfa að reyna að setja nýtt met. Laugardaginn næstkomandi klukkan 14. munu 500 manns koma saman í Smáralindinni til að reyna að setja nýtt heimsmet í jó-jó og jó-jóa í tvær mínútur hið minnsta. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs og Bjarni töframaður  verða eftirlitsmenn á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×