Innlent

Ístak hf. ræður til sín starfsmenn á vegum 2B

Þeir 14 Pólverja sem störfuðu án atvinnuleyfa á Grundartanga á vegum starfsmannaleigunnar 2B hafa nú verið ráðnir til Ístaks hf. Ístak hf. sótti um atvinnuleyfin fyrir Pólverjana en atvinnuleyfin voru samþykkt af Vinnumálastofnun í dag.

Verkalýðsfélaga Akranes og Ístak hf. unnu að því í sameiningu að finna lausn á málum Pólverjanna. Verkalýðsfélagið telur að hagsmunum Pólverjanna séu betur tryggt hjá verkalýðsfélaginu en á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Eins og áður hefur komið fram hefur starfsmannaleigan 2B verið til athugunnar vegna meintrar lögbrota gegn erlendum starfsmönnum. Verkalýðsfélag Akraness og Félag iðn- og tæknigreina hafði áður kært starfsmannaleiguna 2B til sýslumanns í Borgarnesi. Kæran hefur nú verið dregin til baka þar sem farsæl laus er komin í máli Pólverjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×