Innlent

Baugsmál: Óvíst hvenær málið verður tekið fyrir

MYND/Vísir

Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær ákæruliðirnir átta, sem eftir standa í Baugsmálinu, verða teknir fyrir í Héraðsdómi. Öllum ákæruliðunum fjörutíu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í september en ákæruvaldið áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar. Þar var svo öllum ákærunum nema átta vísað frá. Ákæruliðirnir sem eftir standa varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga. Meðal þess sem forsvarsmönnum Baugs er gefið að sök í þeim ákærum er innflutningur á bílum án greiðslu tilskilinna gjalda og fyrir að setja fram ársreikninga á rangan og villandi hátt á þriggja ára tímabili, eins og segir í ákæru. Að sögn Einars Þórs Sverrissonar, lögmanns Jóhannesar Jónssonar í Bónus, býst hann við að málið verði tekið fyrir áður en langt um líður, enda sé ekki eftir neinu að bíða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×