Innlent

Mega áfram gæta fimm barna

Dagmóðir gætir barna.
Dagmóðir gætir barna. MYND/GVA

Ekkert verður af því að hugmyndum um að fækka börnum í umsjón dagforeldris úr fimm í fjögur verði hrint í framkvæmd. Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð þar sem dagforeldrum er eftir sem áður heimilt að gæta fimm barna í senn.

Ein helsta ástæðan fyrir því að breytingin náði ekki fram að ganga er sú að ekki náðist samkomulag um hvernig niðurgreiðslur til dagforeldra yrðu auknar svo breytingin leiddi ekki til hækkunar dagvistargjalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×