Innlent

Dregið af launum fyrir að leggja niður vinnu á kvennafrídaginn

MYND/Heiða

Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur fengið upplýsingar um að nokkur fyrirtæki í landinu hafi dregið eða ætli að draga af launum þeirra starfsmanna sem lögðu niður vinnu og gengu út klukkan 14.08 á kvennafrídaginn í lok október. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að þetta verði kannað betur í dag.

Sláturfélag Suðurlands er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa dregið eða munu draga af launum starfsmanna. Steinþór Skúlason framkvæmdastjóri segir að sláturvertíðin sé í hámarki þessa dagana og megnið af starfsemi félagsins sé þess eðlis að ekki sé hægt að gefa frí, sérstaklega við slátrunina á Selfossi og Hvolsvelli. Þar hafi þessi kostur ekki verið í boði. Deildarstjórar annars staðar hefðu fengið að meta það hvort þeir gætu gefið fólki frí. Til að mismuna ekki starfsmönnum, þeim sem hefðu þurft að standa við færibandið og þeim sem ekki hefðu þurft þess, hefði sú stefna verið mörkuð að draga laun af þeim sem hefðu lagt niður vinnu á kvennafrídaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×