Innlent

Fjölmenni á minningarathöfn

Björgunarsveitarmenn og sjóliðar Landhelgisgæslunnar voru meðal kirkjugesta á Flateyri í gærkvöldi, þegar þess var minnst að tíu ár voru liðin frá snjóflóðunum miklu.

Fólk brosti í gengum tárin þegar það hittist í íþróttahúsinu í gærkvöldi. Heimamenn voru nær allir mættir og sömuleiðis fjöldi gesta. Sumir voru brottfluttir Flateyringar, aðrir voru vinir úr nágrannabyggðum sem höfðu brotist í gegnum óveðrið til hjálpar fyrir tíu árum.

Það mátti heyra ekka þegar sveit rauðklæddra björgunarsveitarmanna gekk í húsið og einnig þegar sjóliðar landhelgisgæslunnar mættu. Það var varðskip í höfninni og þyrla Landhelgisgæslunnar kom með Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og fleiri gesti. Sérstakur heiðursgestur var frú Vigíds Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem flutti einu ræðuna sem var á samkomunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×