Segir lyfsala vera með hótanir 23. október 2005 17:57 Samtök verslunar og þjónustu halda því fram að lækkun lyfjaverðs komi einungis ríkinu til góða en ekki sjúklingum. Lyfjahópur SVÞ gerði könnun á því að hve miklu leyti verðlækkanir á lyfjum síðastliðið ár hefðu komið sjúklingum til hagsbóta og komst að þeirri niðurstöðu að það væri að óverulegu leyti. „Þetta er hótun um að ef við lækkum meira þá muni þeir skrúfa fyrir afsláttinn,"segir Páll Pétursson, formaður Lyfjagreiðslunefndar. Hann segir þetta ekkert nýtt því SVÞ hafi hafið þessa umræðu fyrir einu og hálfu ári þegar lækkun á lyfjaverði hófst. „Við höfum reyndar ekki neina stjórn á þessu afsláttarkerfi lyfsalanna og vitum ekkert um það nema þegar við fáum að sjá reikninga hjá einstaka sjúklingum. Lyfsalarnir geta leikið sér með þessa afslætti eins og þeir vilja. Ótrúlegt er að þeir hafi samráð um það sín á milli að fella niður afslættina." Páll segir hlutverk Lyfjagreiðslunefndar vera að ákveða hámarksverð, bæði í heildsölu og smásölu, á lyfseðilsskyldum lyfjum og dýralyfjum. Lyfsalar séu hins vegar ekki skyldugir til að fara eftir þessu verði, Þeir mega bara ekki selja hærra verði en lyfjaverðskráin segir til um. „Það er rétt að Tryggingastofnun hefur hag af þessum lækkunum," segir Páll. „En lyfjapakkinn í heild lækkar þannig að í mjög mörgum tilfellum hljóta sjúklingarnir að verða varir við þessa lækkun." Páll bendir á að stjörnumerkt lyf, sem flokkuð eru sem lífsnauðsynleg lyf, séu að fullu greidd af Tryggingastofnun. TR njóti allrar lækkunarinnar í þeim tilfellum. Almenningur -greiðir- hins vegar að hámarki 3.400 kr. á lyfseðil í svokölluðum B-merktum lyfjum og að hámarki 4.950 krónur í E-merktum lyfjum. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða að hámarki 1.050 krónur á lyfseðil í B-merktum lyfjum og að hámarki 1.375 krónur í E-merktum lyfjum. „Á 50 ódýrustu lyfjunum sem lækkuðu 1. október 2005 er lækkun á ársgrundvelli 54 milljónir," segir Páll. „Þar af á að minnsta kosti helmingur að fara í vasa neytenda." Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu halda því fram að lækkun lyfjaverðs komi einungis ríkinu til góða en ekki sjúklingum. Lyfjahópur SVÞ gerði könnun á því að hve miklu leyti verðlækkanir á lyfjum síðastliðið ár hefðu komið sjúklingum til hagsbóta og komst að þeirri niðurstöðu að það væri að óverulegu leyti. „Þetta er hótun um að ef við lækkum meira þá muni þeir skrúfa fyrir afsláttinn,"segir Páll Pétursson, formaður Lyfjagreiðslunefndar. Hann segir þetta ekkert nýtt því SVÞ hafi hafið þessa umræðu fyrir einu og hálfu ári þegar lækkun á lyfjaverði hófst. „Við höfum reyndar ekki neina stjórn á þessu afsláttarkerfi lyfsalanna og vitum ekkert um það nema þegar við fáum að sjá reikninga hjá einstaka sjúklingum. Lyfsalarnir geta leikið sér með þessa afslætti eins og þeir vilja. Ótrúlegt er að þeir hafi samráð um það sín á milli að fella niður afslættina." Páll segir hlutverk Lyfjagreiðslunefndar vera að ákveða hámarksverð, bæði í heildsölu og smásölu, á lyfseðilsskyldum lyfjum og dýralyfjum. Lyfsalar séu hins vegar ekki skyldugir til að fara eftir þessu verði, Þeir mega bara ekki selja hærra verði en lyfjaverðskráin segir til um. „Það er rétt að Tryggingastofnun hefur hag af þessum lækkunum," segir Páll. „En lyfjapakkinn í heild lækkar þannig að í mjög mörgum tilfellum hljóta sjúklingarnir að verða varir við þessa lækkun." Páll bendir á að stjörnumerkt lyf, sem flokkuð eru sem lífsnauðsynleg lyf, séu að fullu greidd af Tryggingastofnun. TR njóti allrar lækkunarinnar í þeim tilfellum. Almenningur -greiðir- hins vegar að hámarki 3.400 kr. á lyfseðil í svokölluðum B-merktum lyfjum og að hámarki 4.950 krónur í E-merktum lyfjum. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða að hámarki 1.050 krónur á lyfseðil í B-merktum lyfjum og að hámarki 1.375 krónur í E-merktum lyfjum. „Á 50 ódýrustu lyfjunum sem lækkuðu 1. október 2005 er lækkun á ársgrundvelli 54 milljónir," segir Páll. „Þar af á að minnsta kosti helmingur að fara í vasa neytenda."
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira