Lífið

Sýning í tilefni kvennafrídagsins

Í tilefni endurvakningar á kvennafrídeginum 24. október næstkomandi mun verða opnuð sýningin "Nú fylkja konur liði" í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns á Akureyri. Þá verður einnig haldinn hátíðar- og baráttufundur að tilefni þess að 30 ár eru liðin frá kvennafrídeginum árið 1975. Á sýningunni verða sýnd skjöl, myndir, blaðaúrklipur og fleiri munir sem tengjast kvennabráttu og kvennafrídögum árið 1975 og 1985. Á kvennafrídeginum verður svo Hátíðar- og baráttufundurinn haldinn í Sjallanum á Akureyri klukkan 15:00. Foreldrar eru hvattir til að sækja börn sín á leikskóla svo starfskonur þar geti átt þess kost að sækja hátíðarhöldin. Að sýningunni "Nú fylkja konur liði" standa Héraðsskjalasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri og jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar. Sýningin stendur dagana 21.-26. okt og 4.-30. nóv.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.