Erlent

Syrgðu látna í Naltsjík

Íbúar í borginni Naltjík í Norður-Kákasus í Rússlandi syrgðu í dag þá sem létust í áras tsjestjenskra uppreisnarmanna á lögreglu og opinberar byggingar á fimmtudag. Alls létust 12 óbreyttir borgarar og 24 hermenn í árásinni en frengir herma að 91 uppreisnarmaður hafi fallið og 36 hafi verið handteknir. Fánar voru dregnir í hálfa stöng á opinberum byggingum og fólk sást aftur á götum úti en göturnar tæmdust í gær þegar herinn barðist við uppreisnarmennina. Talið er að uppreisnarmennirnir séu íslamskir öfgamenn, en þeir berjast fyrir sjálfstæði Tsjetsjeníu. Átök í Norður-Kákasus hafa stigmangast undanfarna mánuði, en talið er að uppgang öfgamanna í héraðinu megi m.a. rekja til mikillar fátæktar, atvinnuleysis og kúgunar stjórnvalda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×