Erlent

Sprenging í mosku í Afganistan

Múslímaklerkur lést og sextán særðust þegar sprengja sprakk í mosku í Suðaustur-Afganistan í dag. Klerkurinn, Mullah Maulvi Ahmed Khan, var um það bil að hefja bænir þegar sprengjan sprakk, en lögregla á staðnum telur uppreisnarmenn úr röðum talíbana standa á bak við árásina. Ekki er ljóst hvers vegna árásinni var beint gegn moskunni en klerkurinn var stuðningsmaður ríkisstjórnar Afganistans. Alls hafa tólf hundruð manns látist í átökum og tilræðum í Afganistan það sem af er árinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×